Innlent

Fær fjórar milljónir í bætur vegna flugslyss

Hæstiréttur sýknaði í dag flugkennara af skaðabótaábyrgð nemanda hans vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í flugslysi árið 2003. Hins vegar var Flugskóli Íslands, þar sem flugkennarinn vann, og Nordic Aviation Insurance Group, tryggingafélag flugskólans, dæmd til að greiða flugnemanum rúmar fjórar milljónir króna í bætur.

Héraðsdómur hafði dæmt flugkennaranna og flugskólann til þess að dæma manninum samtals 3,8 milljónir króna í bætur vegna slyssins sem varð við rætur Eystra-Miðfells.

Taldi Hæstiréttur óumdeilt að flugkennarinnar hefði verið við einn við stjórn flugvélarinnar þegar hún fórst og því yrði að líta á nemandann sem farþega í flugvélinni í skilningi vátryggingarskilmála tryggingafélagsins og fella hann þannig undir ábyrgðartryggingu til viðbótar lögboðinni slysatryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×