Innlent

Dómur í líkamsárásarmáli ómerktur

MYND/GVA

Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum vegna líkamsárásar og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið fyrir aftur.

Mennirnir voru í héraðsdómi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á annan mann í miðborg Reykjavíkur í apríl 2004 með höggum og spörkum og fyrir að hafa slegið hann í andlit og höfuð með glerflöskum með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurði í andliti og nefbrotnaði.

Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn vegna þess að þess var ekki gætt við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi að skýrslur vitna á íslensku væru túlkaðar fyrir sakborninga, en þeir voru allir Taílendingar og ekki mæltir á íslenska tungu. Þótti þetta í andstöðu við lög um meðferð opinberra mála og mannréttindasáttmála Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×