Innlent

Sendiherrann ætlar að spyrjast fyrir um mál Erlu Óskar

Fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og Carol Van Voorst sendiherra Bandaríkjanna, sem hófst klukkan 15:00 í dag er lokið. Fundurinn fór fram í Utanríkisráðuneytinu.

Á honum kom ráðherra á framfæri mótmælum vegna meðferðar á Erlu Ósk Arnardóttur á JFK flugvelli um helgina. Þá fór ráðherra fram á afsökunarbeiðni frá bandarískum yfirvöldum.

Van Voorst sagðist á fundinum hafa sent fyrirspurn á JFK flugvöll sem og Heimavarnarráðuneytið til að afla upplýsinga um málið. Van Voorst sagðist muna láta Ingibjörgu Sólrúnu vita um niðurstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×