Innlent

Eigandi koparbílsins saknar hans mjög

Breki Logason skrifar
Hér sést bíllinn hulinn koparþaki úr Austurbæjarskóla.
Hér sést bíllinn hulinn koparþaki úr Austurbæjarskóla.

„Þetta var svolítið sjokk enda bíllinn allur hulinn í kopar í morgun," segir Páll Briem eigandi bifreiðarinnar sem fékk koparþak Austurbæjarskóla yfir sig eftir óveður næturinnar.

Páll sem rekur byggingarfélag segir að starfsmaður hjá honum hafi verið á bílnum í morgun. „Hann býr niður í bæ og hringdi í mig þegar hann uppgötvaði þetta. Sem betur fer gerðist þetta ekki að degi til enda fullt af börnum þarna í kring á daginn, það er greinilegt að Reykjavíkurborg þarf að kanna eitthvað hjá sér þökin," segir Páll en bíllinn er gjörsamlega ónýtur að sögn Páls.

Bíllinn sem er af gerðinni Suzuki Vitara var hvítur að lit og hefur verið vinnubíll hjá Páli og félögum í nokkur ár. „Þetta var svona vinnuþjarkur og ég sakna hans mjög, þetta var gott eintak," segir Páll sem ætlar að fá sér annan bíl í stað gamla góða jeppans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×