Innlent

Tæplega 60 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Fimmtíu og sjö ökumenn mega eiga von á sektum eftir að þeir voru myndaðir við hraðakstur í Hvalfjarðargöngum á síðustu tveimur dögum.

Alls var lögreglan með vakt í tvo sólarhringa í göngunum og fóru rúmlega 4.100 ökutæki um göngin á þeim tíma. Því ók aðeins eitt prósent ökumanna of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 83 kíómetrar á klukkustund en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Fimm óku á 90 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 94.

Lögregla bendir að við vaktanir á sama stað í haust hafi fjögur prósent ökumanna ekið of hratt eða yfir afskiptahraða. Sé tekið mið af þessum upplýsingum horfir því til betri vegar í Hvalfjarðargöngum hvað umferðarhraða varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×