Innlent

Rafmagnsleysi á Vesturlandi

Óveðrið á Vesturlandi hafði í för með sér þónokkrar truflanir á rafmagni í nótt. Rafmagn fór af í Borgarfirði og á Snæfellsnesi um þrjúleytið í nótt vegna truflana á Byggðalínu Landsnets en rafmagn komst á skömmu síðar. Skógarstrandarlína varð rafmagnslaus um svipað leyti og er hún enn straumlaus en vinnuflokkur frá Stykkishólmi er að leita bilunarinnar.

Þá er vinnuflokkur frá Borgarnesi að leita bilunnar á Reykholtsdalslínu en rafmagn er komið á hluta hennar. Kjósin varð einnig rafmagnslaus í nótt, en straumur er kominn á aftur á hluta línunnar. Vinnuflokkkur er í bilanaleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×