Innlent

Hátt í 150 útköll vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkviliðsmenn sinntu hátt í 150 útköllum á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna foks af ýmsu tagi.

Sömu sögu er að segja af Suðurlandi, Reykjanesi og úr Borgarflirði. Meðal annars fauk stór bátur á þurru landi af stað í Kópavogi, uppsláttur að einbýlishúsi við Þjórsárver í Flóa splundraðist, kerra fauk á farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli þannig að gat kom á skrokk hennar, bensíndælur fuku um koll á bensínstöð í Reykjavík og þrír bílar stór skemmdust þegar auglýsingaskilti féll á þá á Ártúnshöfða.

Auk þess losnuðu plötur víða af húsþökum. Búist er við að skemmdir komi víða í ljós í birtingu. Þegar ljóst varð í hvað stefvndi var samhæfingastöðin í Skógarhlíð í Reykjavík virkjuð fulltrúum almannavarna, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita. Þar vöktuðu menn ástandið framundir klukkan sex í morogun. Austanáttin er nú gengin niður en vindur hefur snúist í hvassa suðvestan átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×