Hálfs árs fangelsi fyrir að þykjast vera annar maður 11. desember 2007 14:13 Janas framvísaði pólsku vegabréfið Henryks á lögreglustöðinni á Fáskrúðsfirði. Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. Janas var ákærður fyrir skjalafals og var ákæran í fimm liðum. Var honum gefið að sök að hafa framvísað vegabréfi manns að nafni Henryk Szelag og fengið þannig dvalarleyfi hér á landi. Þá var hann einnig sakaður um að hafa notað nafn mannsins við undirskrift á ráðningarsamningu hjá Loðnuvinnslunni og þegar hann sótti um ökuskírteini og fékk vinnuvélaskírteini. Lögregla hafði fengið ábendingar um að maðurinn væri ekki sá sem hann segðist vera. Við rannsókn málsins tók lögregla fingraför af honum og voru þau send til Póllands til rannsóknar. Voru þá fingraför hans samkennd fingraförum manns að nafni Pawels Janas sem eftirlýstur var í Póllandi. Þá bar faðir Janas kennsl á son sinn af mynd sem ríkislögreglustjóri hafði sent Interpol í Varsjá. Janas neitaði sök fyrir dómi og neitaði að svara því á hvaða skilríkjum hann hefði komist til landsins. Þá vildi hann ekki tjá sig frekar um sakarefnið og svaraði ekki spurningum ákæruvaldsins um efni ákærunnar. Dómurinn komst að því að Janas hefði gerst sekur um skjalafals með því að fá dvalarleyfi og ökuskírteini út á nafn Henryks. Hann var hins vegar sýknaður af því að falsað nafn Henryks undir ráðningarsamning við Loðnuvinnsluna og undir vottorð vegna vinnuvélaprófs. Var það vegna þess að engin vitni hefðu verið leidd fyrir dóminn til að staðfesta að Janas hefði ritað nafn Henryks undir ráðningarsamninginn eða undir vottorðið vegna vinnuvélaskírteinis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Janas hafði um langa hríð villt á sér heimildir hér á landi og beitt opinberar stofnanir og lögregluyfirvöld alvarlegum blekkingum. Þótti hann ekki eiga sér neinar málsbætur og var því dæmdur í sex mánaða fangelsi. Að auki voru vegabréf, ökuskírteini og vinnuvélaskírteini gerð upptæk með dómnum. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. Janas var ákærður fyrir skjalafals og var ákæran í fimm liðum. Var honum gefið að sök að hafa framvísað vegabréfi manns að nafni Henryk Szelag og fengið þannig dvalarleyfi hér á landi. Þá var hann einnig sakaður um að hafa notað nafn mannsins við undirskrift á ráðningarsamningu hjá Loðnuvinnslunni og þegar hann sótti um ökuskírteini og fékk vinnuvélaskírteini. Lögregla hafði fengið ábendingar um að maðurinn væri ekki sá sem hann segðist vera. Við rannsókn málsins tók lögregla fingraför af honum og voru þau send til Póllands til rannsóknar. Voru þá fingraför hans samkennd fingraförum manns að nafni Pawels Janas sem eftirlýstur var í Póllandi. Þá bar faðir Janas kennsl á son sinn af mynd sem ríkislögreglustjóri hafði sent Interpol í Varsjá. Janas neitaði sök fyrir dómi og neitaði að svara því á hvaða skilríkjum hann hefði komist til landsins. Þá vildi hann ekki tjá sig frekar um sakarefnið og svaraði ekki spurningum ákæruvaldsins um efni ákærunnar. Dómurinn komst að því að Janas hefði gerst sekur um skjalafals með því að fá dvalarleyfi og ökuskírteini út á nafn Henryks. Hann var hins vegar sýknaður af því að falsað nafn Henryks undir ráðningarsamning við Loðnuvinnsluna og undir vottorð vegna vinnuvélaprófs. Var það vegna þess að engin vitni hefðu verið leidd fyrir dóminn til að staðfesta að Janas hefði ritað nafn Henryks undir ráðningarsamninginn eða undir vottorðið vegna vinnuvélaskírteinis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Janas hafði um langa hríð villt á sér heimildir hér á landi og beitt opinberar stofnanir og lögregluyfirvöld alvarlegum blekkingum. Þótti hann ekki eiga sér neinar málsbætur og var því dæmdur í sex mánaða fangelsi. Að auki voru vegabréf, ökuskírteini og vinnuvélaskírteini gerð upptæk með dómnum.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira