Innlent

Vettvangsskoðun stendur enn yfir í Vogum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á vettvangi í gær.
Á vettvangi í gær. Mynd/ Stöð 2.

Vettvangsskoðun stendur enn yfir í Vogum við Vatnsleysuströnd, þar sem fjöldi glæsibifreiða brann í gærmorgun.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að allt kapp sé lagt á að komast að því hver orsök eldsins sé. Helst er talið að um íkveikju hafi verið að ræða en ekki er útilokað að skammhlaup hafi orðið í rafkerfi eins bílsins. Lögreglan hefur ekki hafið leit að neinum sem gæti borið ábyrgð á eldsupptökunum.

Ragnar Magnússon, eigandi Kaffi Ólívers og fleiri skemmtistaða í Reykjavík átti alla bílana sem brunnu. Hann segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×