Innlent

Um 40% nota nagladekk

Þrjátíu og átta prósent nota nagladekk.
Þrjátíu og átta prósent nota nagladekk.

Þrjátíu og átta prósent bifreiða í Reykjavík reyndust vera á negldum hjólbörðum þriðjudaginn 4. desember síðastliðinn. Á sama tíma í fyrra voru 40% ökutækja á nagladekkjum.

Árleg talning var gerð í 49. viku ársins og skiptist hlutfallið þannig að 38% ökutækja voru á negldum dekkjum og 62% á öðrum dekkjum. Hlutfall negldra dekkja hefur tilhneigingu til hækka eftir því sem líður á veturinn en það hefur hækkað verulega frá því um miðjan nóvember því þá var 25% ökutækja á negldum dekkjum.

Reykjavíkurborg hefur í haust bent ökumönnum á sterkt samband milli fjölda bifreiða á negldum dekkjum og svifryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. Draga þarf úr hlutfalli nagladekkja til að fækka þeim dögum þar sem mengunin fer yfir heilsuverndarmörk því svifryksmengun hefur slæm áhrif á þá sem þjást af lungnasjúkdómum eða eru með viðkvæm öndunarfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×