Innlent

Á 121 km hraða í Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna

MYND/Hari

Tuttugu og eins árs karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 390 þúsund krónur í sekt fyrir nokkur fíkniefna- umferðarlagabrot, meðal annars fyrir að hafa ekið á 121 kílómetra hraða upp Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna í ágúst síðastliðnum.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm við þingfestingu þrátt fyrir að honum hefði verið löglega birt ákæra. Var því dæmt í málinu án þess að hann væri viðstaddur.

Hann átti að baki sekt og þriggja mánaða ökuleyfissviptingu fyrir lyfjaakstur og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Auk sektarinnar var maðurinn sviptur ökurétti í 30 mánuði. Greiði maðurinn ekki sektina innan fjögurra vikna þarf að sitja inni í 24 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×