Innlent

Vinstrimenn vildu farga Keflavíkurflugvelli

Í nýrri bók um Keflavíkurstöðina kemur fram að á árunum eftir stríð hafi vinstrimenn á Íslandi viljað jafna Keflavíkurflugvöll við jörðu og byggja upp alþjóðaflug frá Íslandi á Reykjavíkurflugvelli.

Frá heimsstyrjöld til herverndar eftir Friðþór Eydal en hann var í einstakri aðstöðu til að kynna sér þau mál, sem upplýsingafulltrúi Varnarliðsins um árabil. Við stríðslok voru Íslendingar komnir með tvo nýja flugvelli, annan í Reykjavík og hinn í Keflavík.

Í bókinni kemur meðal annars fram að frá Keflavíkurflugvelli hafi verið farið í sprengjuárásir gegn þýskum veðurathugunarmönnum á Grænlandi. Fimm þýskar flugvélar voru skotnar niður yfir Íslandi og margar fleiri fórust í hættulegu Íslandsflugi. En Friðþór segir að Íslendingar hafi staðið í svipuðum sporum þegar Bandaríkjamenn fóru úr Keflavík árið 1947 og svo tæpum fimmtíu árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×