Innlent

Prakkarinn Vífill vekur athygli í Ameríku

Vífill Atlason, grallari af Skaganum.
Vífill Atlason, grallari af Skaganum.

Mál Vífils Atlasonar, sem hringdi í Hvíta húsið og þóttist vera forseti Íslands hefur vakið athygli bandarískra fjölmiðla. The Post Chronicle og fréttastöðin WISTW fjalla um málið í dag og segja sögu stráksins sem hringdi í leyninúmer George Bush og uppskar heimsókn frá lögreglunni á Akranesi í staðinn.

Þar í landi finnst mönnum greinilega nokkuð til þess koma að Vífill skuli hafa náð í númerið og taka menn lítið mark á því að hann muni ekki eftir því hvar hann náði í það. The Post Chronicle gerir að því skóna að hann hafi náð í það með því að horfa á nýlegan þátt af The Ellen Show, sem er spjallþáttur í umsjón Ellen DeGeneres og er ekki sýndur hér á landi.

Þar var önnur dóttir forsetans Jenna Bush í heimsókn á dögunum og hringdi hún í pabba sinn forsetann. Ellen hélt fyrir skjáinn á símanun þegar Jenna hringdi en blaðið segir auðvelt að sjá í endursýningu á hvaða tölustafi Jenna ýtir. Blaðið birtir raunar númerið sem þeir segja vera: 216-401-5189, fyrir þá sem hafa áhuga á að spjalla við forsetann.

Fréttir af Vífli í Ameríku má lesa hér og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×