Fótbolti

Freund aðstoðar Vogts í Afríkukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steffen Freund fagnar marki með Kaiserslautern í ágústmánuði 2003.
Steffen Freund fagnar marki með Kaiserslautern í ágústmánuði 2003. Nordic Photos / Bongarts

Berti Vogts, landsliðsþjálfari Nígeríu, nýtur aðstoðar landa síns Steffen Freund í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði.

Thomas Hassler var áður aðstoðarmaður Vogts en hætti í starfinu fyrir mánuði síðan. Freund var áður þjálfari U-20 landsliðs Þjóðverja en tekur nú við starfi Hassler.

Freund verður þó aðeins við störf fram yfir Afríkukeppnina. Þegar henni lýkur hefst leitin að framtíðarmanni í starfið á nýjan leik.

Freund er þekktur bæði í Þýskalandi og Englandi þar sem hann lék með Schalke, Dortmund, Kaiserslautern, Tottenham og Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×