Herskáir nýnasistar skjóta rótum hér á landi 30. nóvember 2007 16:06 Serbneskir meðlimir samtakanna Blood & Honour á söfnunartónleikum í Serbíu. „Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira