Innlent

Verður að loka torrent.is

Svavar Lúthersson þarf að loka torrent.is.
Svavar Lúthersson þarf að loka torrent.is.

Sýsulmaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á lögbannsbeiðni á starfsemi skráardeilingarsíðunnar torrent.is sem nokkur höfundarréttarsamtök lögðu fram fyrr í dag.

Það voru Samtök myndrétthafa á Íslandi, SÍK (Framleiðendafélagið), Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og Félag hljómplötuframleiðenda sem fóru fram á lögbannið á vefnum og var eigandi torrent.is., Svavar Lúthersson, kallaður til yfirheyrslu hjá sýslumanninum í Hafnarfirði í morgun vegna þessa.

 

Sýslumaðurinn féllst svo á það að loka ætti vefnum og hafði eigandinn frest til hálffjögur til þess að gera það. Það hefur hann þegar gert. Sýslumaður féllst hins vegar ekki á kröfu höfundarréttarsamtakanna um að tölvurnar sem notaðar eru í tengslum við torrent.is yrðu gerðar upptækar á meðan málið er fyrir dómi.

Höfundarréttarsamtökin verða svo að höfða staðfestingarmál vegna lögbannsins fyrir dómi innan viku en þar reynir einnig á efniskröfur samtakanna. Þau saka eiganda torrent.is um að auðvelda og stuðla að höfundarréttarbrotum með því að heimila skráarskipti á torrent.is. Brotin snúi að ólöglegu niðurhali á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, tónlist og innlendum og erlendum kvikmyndum sem séu höfundaréttarvarin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.