Innlent

Rannveig Rist: Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur

Rannveig Rist, forstjóri Alcan.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan.

„Þetta eru vonbrigði fyrir okkur, mikil vonbrigði," sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, um þá ákvörðun Landsvirkjunar að hætta öllum viðræðum um sölu á raforku til nýrra álvera á suðvesturlandi. „Við þurfum að fá tíma til að skoða það hvaða áhrif þessi breyting hefur og hvernig við getum spilað úr því sem eftir er," bætti Rannveig við. Hún segir of snemmt að segja til hvort Alcan hafi runnið sitt skeið á enda hér á landi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×