Enski boltinn

Allardyce lýsir yfir stuðningi við Cacapa

Cacapa var niðurlægður um helgina
Cacapa var niðurlægður um helgina NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er ekki búinn að missa alla trú á varnarmanninum Claudio Cacapa þó hann hafi átt skelfilegan dag um helgina þegar Newcastle steinlá fyrir Portsmouth á heimavelli.

Cacapa, sem áður lék með Lyon, þurfti að upplifa þá niðurlægingu að vera skipt af velli eftir aðeins 18 mínútur eftir að hann gaf Portsmouth tvö mörk á silfurfati á fyrstu 11 mínútum leiksins.

Claudio mun rífa sig upp eftir þetta. Hann virkaði dálítið þreyttur og þess vegna skipti ég honum útaf. Hann er nógu reyndur til að taka því að hann hafi gert mistök. Hann er reyndar einn af fáum mönnum sem ég hélt að myndu ekki gera svona mistök, en hann gerði það - rétt eins og við öll. Hann lærir af þessu eins og aðrir," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×