Staðfestir sátt kirkju og fóbíu 26. október 2007 12:16 Prestur í Akureyrarkirkju segir að niðurstaða Kirkjuþings hafi staðfest sátt kirkju og fóbíu. Orð biskups um sáttargjörð eða tímamót eigi alls ekki við. Á heimasíðu Akureyrarkirkju má nú lesa hugleiðingar séra Óskars Óskarssonar að loknu kirkjuþingi. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að tregða þjóðkirkjunnar til að viðurkenna jafnrétti samkynhneigðra skýrðist að miklu leyti af hommafóbíu og hann segir að niðurstaða Kirkjuþings sé hreint ekki sú sem biskup hefur sagt. „Orð eins og tímamót og sáttargjörð voru notuð um þessa niðurstöðu Kirkjuþings. Hvorugt hugtakið stenst þó nánari skoðun," segir séra Óskar. Hann segir það grátbroslegt að fylgjast með ummælum þess efnis að ef þjóðkirkjan stígur skref í réttlætisátt í málefnum samkynhneigðra þá muni það espa upp biskupinn í Eþíópíu. Þjóðkirkjan hafi í afstöðu sinni til samkynhneygðra ekki verið sú kirkja sem gangi á undan í réttlætismálum og mikið vanti upp á jafnræði þótt samþykkt Kirkjuþings um samkynhneigða sé skref í rétta átt. Og hann segir: „Spurningar og upphrópanir hljóma: Eigum við þá ekki næst bara að gifta menn og dýr? Samkynhneigð er fötlun og þroskafrávik. Þetta er náttúrulega óeðli. Þessar bábiljur lifa allar góðu lífi og fá byr undir báða vængi þegar þeim er haldið fram í Jesú nafni," segir presturinn. „En þegar gríman fellur kemur í ljós að fyrirstaðan er hvorki Guð, Biblían né Jesús heldur ótti og hræðsla. Eitt skref út úr þeim ógöngum er vissulega skref í rétta átt en það var einfaldlega ekki nóg, sérstaklega vegna þess hve illa það var stigið. Eftir stendur því áframhaldandi staðfest samvist kirkju og fóbíu. Sátt er fallegt orð en verður seint hægt að nota um niðurstöðu Kirkjuþings 2007 í málefnum samkynhneigðra. Af hverju? Vegna þess að það getur aldrei ríkt sátt um óréttlæti," segir séra Óskar Óskarsson. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Prestur í Akureyrarkirkju segir að niðurstaða Kirkjuþings hafi staðfest sátt kirkju og fóbíu. Orð biskups um sáttargjörð eða tímamót eigi alls ekki við. Á heimasíðu Akureyrarkirkju má nú lesa hugleiðingar séra Óskars Óskarssonar að loknu kirkjuþingi. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að tregða þjóðkirkjunnar til að viðurkenna jafnrétti samkynhneigðra skýrðist að miklu leyti af hommafóbíu og hann segir að niðurstaða Kirkjuþings sé hreint ekki sú sem biskup hefur sagt. „Orð eins og tímamót og sáttargjörð voru notuð um þessa niðurstöðu Kirkjuþings. Hvorugt hugtakið stenst þó nánari skoðun," segir séra Óskar. Hann segir það grátbroslegt að fylgjast með ummælum þess efnis að ef þjóðkirkjan stígur skref í réttlætisátt í málefnum samkynhneigðra þá muni það espa upp biskupinn í Eþíópíu. Þjóðkirkjan hafi í afstöðu sinni til samkynhneygðra ekki verið sú kirkja sem gangi á undan í réttlætismálum og mikið vanti upp á jafnræði þótt samþykkt Kirkjuþings um samkynhneigða sé skref í rétta átt. Og hann segir: „Spurningar og upphrópanir hljóma: Eigum við þá ekki næst bara að gifta menn og dýr? Samkynhneigð er fötlun og þroskafrávik. Þetta er náttúrulega óeðli. Þessar bábiljur lifa allar góðu lífi og fá byr undir báða vængi þegar þeim er haldið fram í Jesú nafni," segir presturinn. „En þegar gríman fellur kemur í ljós að fyrirstaðan er hvorki Guð, Biblían né Jesús heldur ótti og hræðsla. Eitt skref út úr þeim ógöngum er vissulega skref í rétta átt en það var einfaldlega ekki nóg, sérstaklega vegna þess hve illa það var stigið. Eftir stendur því áframhaldandi staðfest samvist kirkju og fóbíu. Sátt er fallegt orð en verður seint hægt að nota um niðurstöðu Kirkjuþings 2007 í málefnum samkynhneigðra. Af hverju? Vegna þess að það getur aldrei ríkt sátt um óréttlæti," segir séra Óskar Óskarsson.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira