Innlent

Geir fundaði með páfa og Prodi

Geir H. Haarde og kona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, með Benedikt páfa í Vatíkaninu í morgun.
Geir H. Haarde og kona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, með Benedikt páfa í Vatíkaninu í morgun. MYND/AP

Geir H. Haarde, forsætisráðherra fundaði í morgun með Romano Prodi, starfsbróður sínum á Ítalíu, í Róm og Benedikt sextánda páfa í Páfagarði.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að forsætisráðherra hafi flutt páfa kveðjur frá kaþólska söfnuðinum á Íslandi og þá ræddu þeir um loftslags- og orkumál og þróunarsamvinnu. Þá færði forsætisráðherra páfa að gjöf nýútgefna þýðingu á Bíblíunni með áritun biskups Ísland auk íslensks þríkross úr gulli. Að því loknu átti forsætisráðherra fund með Tarcisio Bertone, kardínála og forsætisráðherra Páfagarðs.

Á fundi Geirs og Prodis ræddu ráðherrarnir um fullgildingu tvísköttunarsamnings Íslands og Ítalíu, hugsanlega stofnun ítalsks sendiráðs í Reykjavík, ákvörðun íslenskra stjórnvalda um stuðning við íslenskukennslu við háskólann í Róm og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra lýsti sérstakri ánægju með stuðning Ítalíu. Þá þakkaði forsætisráðherra stuðning Ítalíu við samþykkt Atlantshafsbandalagsins um tilhögun lofthelgiseftirlits á Íslandi og óskaði eftir frekara samstarfi við framkvæmd þess.

 

Í almennum skoðanaskiptum um málefni Sameinuðu þjóðanna voru þeir sammála um brýna nauðsyn umbóta innan samtakanna, einkum í skipan og hlutverki öryggisráðsins og staðfestu sameiginlegan flutning á ályktunartillögu í allsherjarþinginu um stöðvun dauðarefsinga.

Viðræður forsætisráðherranna um svæðisbundin mál snérust aðallega um þróunina innan Evrópusambandsins í kjölfar nýlegs leiðtogafundar í Lissabon og um ástand og horfur í Afganistan og Kosóvó.

Geir H. Haarde og Romano Prodi á forsætisráðherraskrifstofunni í Róm í dag.MYND/AP

Í almennum skoðanaskiptum um málefni Sameinuðu þjóðanna voru þeir sammála um brýna nauðsyn umbóta innan samtakanna, einkum í skipan og hlutverki öryggisráðsins og staðfestu sameiginlegan flutning á ályktunartillögu í allsherjarþinginu um stöðvun dauðarefsinga.

Viðræður forsætisráðherranna um svæðisbundin mál snérust aðallega um þróunina innan Evrópusambandsins í kjölfar nýlegs leiðtogafundar í Lissabon og um ástand og horfur í Afganistan og Kosóvó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×