Hyggst ræða við nýjan ráðherra um kúakyn 24. október 2007 13:18 MYND/GVA Formaður Nautgriparæktarfélags Íslands, sem vann að því fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn erfðaefni fyrir nýtt kúakyn, býst við því að leita hófanna hjá nýjum landbúnaðarráðherra um möguleikann á innflutningi. Fram kom í fréttum í fyrradag að rannsókn Landbúnaðarháskólans hefði leitt í ljós að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi ef annað og afkastameira kúakyn yrði flutt inn til landsins. Þannig myndi framleiðslukostnaðurinn lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktafélags Íslands, segir niðurstöðurnar staðfesta það sem félagið hafi haldið fram. Hann segir félagið hafa sótt um það fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn fósturvísa frá Noregi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi hafnað því, meðal annars á þeim grundvelli að ekki væri sameiginlegur vilji bænda að flytja inn nýtt kúakyn. Lítill kúastofn hamlar ræktun Aðspurður hvort útilokað sé að tvö kúakyn séu í landinu, það íslenska og erlent, segir Jón: „Nei, það held ég alls ekki." Hann bendir hins vegar á að stóri vandinn sé sá hvað íslenski kúastofninn sé lítill og það hamli ræktuninni. Mikilvægt sé að geta ræktað góðan stofn þannig að minnka megi líkur á sjúkdómum eins og júgurbólgu og bæta ýmsa heilsufarseiginleika. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans var íslenska kúakynið meðal annars borið saman við sænsk og norsk kúakyn. Aðspurður segir Jón að lítill munur sé á kynjunum. „Við höfum þó horft meira til Noregs þar sem Norðmenn hafa sýnt þessu áhuga og viljað aðstoða okkur við innflutninginn," segir Jón. Hann segir þrjá fulltrúa frá norska nautgriparæktarfélaginu, GENO, hafa verið hér á ferðinni snemma í haust og þar hafi þessi mál verið rædd. Ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka Jón tekur þó fram að mönnum liggi ekkert á og telur að umræðan sé komin langt á undan raunveruleikanum. „Hins vegar er þetta ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka," bendir Jón á og segir að ef íslenskum neytendum hugnist ekki mjólkin úr erlenda kúakyninu þá muni það koma fram. Hins vegar hafi neytendur ekki enn fengið að meta mjólkina. Nautgriparæktarfélag Íslands hefur að sögn Jóns lítið starfað að undanförnu. „Ég býst hins vegar við að það vakni til lífsins nú í kjölfar þessara tíðinda," segir Jón en um 50 bændur voru félagar í því. „Ég býst við að við tökum upp þráðinn aftur og munum ræða við nýjan landbúnaðarráðherra um málið," segir Jón. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Formaður Nautgriparæktarfélags Íslands, sem vann að því fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn erfðaefni fyrir nýtt kúakyn, býst við því að leita hófanna hjá nýjum landbúnaðarráðherra um möguleikann á innflutningi. Fram kom í fréttum í fyrradag að rannsókn Landbúnaðarháskólans hefði leitt í ljós að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi ef annað og afkastameira kúakyn yrði flutt inn til landsins. Þannig myndi framleiðslukostnaðurinn lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktafélags Íslands, segir niðurstöðurnar staðfesta það sem félagið hafi haldið fram. Hann segir félagið hafa sótt um það fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn fósturvísa frá Noregi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi hafnað því, meðal annars á þeim grundvelli að ekki væri sameiginlegur vilji bænda að flytja inn nýtt kúakyn. Lítill kúastofn hamlar ræktun Aðspurður hvort útilokað sé að tvö kúakyn séu í landinu, það íslenska og erlent, segir Jón: „Nei, það held ég alls ekki." Hann bendir hins vegar á að stóri vandinn sé sá hvað íslenski kúastofninn sé lítill og það hamli ræktuninni. Mikilvægt sé að geta ræktað góðan stofn þannig að minnka megi líkur á sjúkdómum eins og júgurbólgu og bæta ýmsa heilsufarseiginleika. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans var íslenska kúakynið meðal annars borið saman við sænsk og norsk kúakyn. Aðspurður segir Jón að lítill munur sé á kynjunum. „Við höfum þó horft meira til Noregs þar sem Norðmenn hafa sýnt þessu áhuga og viljað aðstoða okkur við innflutninginn," segir Jón. Hann segir þrjá fulltrúa frá norska nautgriparæktarfélaginu, GENO, hafa verið hér á ferðinni snemma í haust og þar hafi þessi mál verið rædd. Ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka Jón tekur þó fram að mönnum liggi ekkert á og telur að umræðan sé komin langt á undan raunveruleikanum. „Hins vegar er þetta ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka," bendir Jón á og segir að ef íslenskum neytendum hugnist ekki mjólkin úr erlenda kúakyninu þá muni það koma fram. Hins vegar hafi neytendur ekki enn fengið að meta mjólkina. Nautgriparæktarfélag Íslands hefur að sögn Jóns lítið starfað að undanförnu. „Ég býst hins vegar við að það vakni til lífsins nú í kjölfar þessara tíðinda," segir Jón en um 50 bændur voru félagar í því. „Ég býst við að við tökum upp þráðinn aftur og munum ræða við nýjan landbúnaðarráðherra um málið," segir Jón.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira