Innlent

Færeyingar vilja íslenskt rafmagn

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Færeyingar telja að þeir geti dregið úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda um nærri 30 prósent fái þeir rafmagn frá Íslandi í gegnum sæstreng. Í dag eru flest öll heimil í Færeyjum hituð upp með olíu.

Haft er eftir Bjarna Djurholm, yfirmanni Vinnumála, í færeyska útvarpinu að þrátt fyrir að kostnaðurinn vegna lagningar rafmagnskapals frá Íslandi til Færeyja sé mikill muni það borga sig langs tíma litið. Bendir hann á að íslensk orka sé umhverfisvæn og því geti Færeyingar dregið úr koltvísýringsútblæstri um allt að 30 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×