Ófremdarástand á Hafnarfjarðarvegi 18. október 2007 10:06 Lítið þarf að bera út af til að þessi aðstaða skapist og tefji ökumenn um allt að klukkutíma á Hafnarfjarðarvegi. MYND/SG Íbúar í Hafnarfirði eru orðnir langþreyttir á umferðartöfum á Hafnarfjarðarvegi á morgnana. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand ríkja og horfir til þess með skelfingu að nú sé enn einn veturinn að bresta á án úrbóta. Engin áform eru um endurbætur á Hafnarfjarðarvegi enn sem komið er að sögn vegamálastjóra. Þó hefur verið samþykkt að veita 400 milljónum króna til framkvæmda við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar. Í gærmorgun urðu tveir minniháttar árekstrar á veginum sem urðu til þess að það tók ökumenn allt að klukkutíma að komast til Reykjavíkur. Ekkert má út af bera til að umferðaræðin lamist. Ólafur H. Knútsson varðstjóri í umferðardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa þurft að loka einni akrein á meðan beðið var eftir kranabíl til að draga annan bílinn burt. Hann telur að mislæg gatnamót á Kringlumýrabraut og Miklubraut myndu breyta mjög miklu. Mislæg gatnamót hafa þegar verið samþykkt þar að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra. Fjármagn sé inni á næstu þremur árum til að hefja framkvæmdirnar, en þær séu gífurlega kostnaðarsamar. Engar úrbætur hafi hins vegar verið samþykktar á Hafnarfjarðarvegi.. Hann segir hugmyndir um veg í gegnum Álftanes og Skerjafjörð ekki hafa verið skoðaðar ítarlega. Vegna umhverfissjónarmiða yrði ekki einfalt að setja veg þar í gegn.Kemur niður á íbúumRósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði óttast að skortur á úrræðum muni hafa áhrif á eftirspurn og fasteignaverð í bænum. Nú sé verið að byggja upp hverfi með hundruð nýjum íbúðum. Hún segir aðgerða þörf og framtíðarlausnir verði að liggja fyrir sem fyrst. Rósa vill setja á fót vinnuhóp sem knýji á um lausnir. Samgönguyfirvöld þurfi að beita sér í málinu. "Það er lágmarkskrafa nýrra íbúa að það sé einhver lausn í sjónmáli, innan einhverra fárra ára."Fasteignasalar í Hafnarfirði segjast ekki hafa orðið varir við að eftirspurn hafi minnkað. Ólíklegt sé að umferðartafirnar hafi áhrif á fasteignaverð, sama staða sé uppi í Ártúnsbrekku og hafi ekki áhrif á fasteignaverð í Grafarvogi sem dæmi.Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir vandann vera þann að engar tillögur séu um úrbætur og fjármagn vanti. Hann segir bráðabirgðalausn geta falist í því að setja tvö hringtorg í Garðabæ þar sem nú eru umferðarljós með stuttu millibili. Þeirri tillögu hafi yfirvöld í Garðabæ hafnað.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ kannast ekki við að hafa hafnað tillögu Lúðvíks, en segist vilja finna skynsamlegri lausn. Við endurskoðun vegaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor hafi komið inn milljarður til viðbótar við framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 400 milljónir séu eyrnamerktar gatnamótunum við Bitabæ þar sem Hafnarfjarðarvegur og Vífilstaðavegur mætast. Viðræður hafa staðið yfir við Vegagerðina um að setja Hafnarfjarðarveg í stokk undir Vífilstaðaveg, eins og tíðkast víða í útlöndum. Málið liggi nú hjá Vegagerðinni.Vegamálastjóri segir fjárhæðina ekki koma til greiðslu fyrr en 2009. Hún dugi auk þess hvorki fyrir stok né mislægum gatnamótum. Hugmyndir Vegagerðarinnar eru að breikka gatnamótin eins og gert var á Kringlumýrabraut og Miklubraut. Hann segir liggja á að taka ákvörðun og verið sé að vinna í því með sveitarfélögunum. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Íbúar í Hafnarfirði eru orðnir langþreyttir á umferðartöfum á Hafnarfjarðarvegi á morgnana. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand ríkja og horfir til þess með skelfingu að nú sé enn einn veturinn að bresta á án úrbóta. Engin áform eru um endurbætur á Hafnarfjarðarvegi enn sem komið er að sögn vegamálastjóra. Þó hefur verið samþykkt að veita 400 milljónum króna til framkvæmda við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar. Í gærmorgun urðu tveir minniháttar árekstrar á veginum sem urðu til þess að það tók ökumenn allt að klukkutíma að komast til Reykjavíkur. Ekkert má út af bera til að umferðaræðin lamist. Ólafur H. Knútsson varðstjóri í umferðardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa þurft að loka einni akrein á meðan beðið var eftir kranabíl til að draga annan bílinn burt. Hann telur að mislæg gatnamót á Kringlumýrabraut og Miklubraut myndu breyta mjög miklu. Mislæg gatnamót hafa þegar verið samþykkt þar að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra. Fjármagn sé inni á næstu þremur árum til að hefja framkvæmdirnar, en þær séu gífurlega kostnaðarsamar. Engar úrbætur hafi hins vegar verið samþykktar á Hafnarfjarðarvegi.. Hann segir hugmyndir um veg í gegnum Álftanes og Skerjafjörð ekki hafa verið skoðaðar ítarlega. Vegna umhverfissjónarmiða yrði ekki einfalt að setja veg þar í gegn.Kemur niður á íbúumRósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði óttast að skortur á úrræðum muni hafa áhrif á eftirspurn og fasteignaverð í bænum. Nú sé verið að byggja upp hverfi með hundruð nýjum íbúðum. Hún segir aðgerða þörf og framtíðarlausnir verði að liggja fyrir sem fyrst. Rósa vill setja á fót vinnuhóp sem knýji á um lausnir. Samgönguyfirvöld þurfi að beita sér í málinu. "Það er lágmarkskrafa nýrra íbúa að það sé einhver lausn í sjónmáli, innan einhverra fárra ára."Fasteignasalar í Hafnarfirði segjast ekki hafa orðið varir við að eftirspurn hafi minnkað. Ólíklegt sé að umferðartafirnar hafi áhrif á fasteignaverð, sama staða sé uppi í Ártúnsbrekku og hafi ekki áhrif á fasteignaverð í Grafarvogi sem dæmi.Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir vandann vera þann að engar tillögur séu um úrbætur og fjármagn vanti. Hann segir bráðabirgðalausn geta falist í því að setja tvö hringtorg í Garðabæ þar sem nú eru umferðarljós með stuttu millibili. Þeirri tillögu hafi yfirvöld í Garðabæ hafnað.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ kannast ekki við að hafa hafnað tillögu Lúðvíks, en segist vilja finna skynsamlegri lausn. Við endurskoðun vegaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor hafi komið inn milljarður til viðbótar við framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 400 milljónir séu eyrnamerktar gatnamótunum við Bitabæ þar sem Hafnarfjarðarvegur og Vífilstaðavegur mætast. Viðræður hafa staðið yfir við Vegagerðina um að setja Hafnarfjarðarveg í stokk undir Vífilstaðaveg, eins og tíðkast víða í útlöndum. Málið liggi nú hjá Vegagerðinni.Vegamálastjóri segir fjárhæðina ekki koma til greiðslu fyrr en 2009. Hún dugi auk þess hvorki fyrir stok né mislægum gatnamótum. Hugmyndir Vegagerðarinnar eru að breikka gatnamótin eins og gert var á Kringlumýrabraut og Miklubraut. Hann segir liggja á að taka ákvörðun og verið sé að vinna í því með sveitarfélögunum.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira