Innlent

Starfsmenn RÚV vilja sömu launahækkun og útvarpsstjóri

Baldvin segir að starfsmenn RÚV muni taka mið af launahækkun útvarpsstjóra þegar samningar losni um áramótin.
Baldvin segir að starfsmenn RÚV muni taka mið af launahækkun útvarpsstjóra þegar samningar losni um áramótin.

Baldvin Þór Bergsson, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir að starfsmenn RÚV muni kalla eftir rökum frá Útvarpsstjóra fyrir launahækkun sinni. Svo muni starfsmenn Ríkisútvarpsins setja fram sínar kröfur í samræmi við þær kjarabætur sem útvarpsstjóri hafi fengið

„Ef launahækkun útvarpsstjóra er vísir af því sem koma skal í kjarasamningum starfsmanna ríkisútvarpsins um næstu áramót erum við auðvitað bara mjög sátt," segir Baldvin.

Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hefðu tvöfaldast þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. Hann er nú með um það bil 500 þúsund krónum meira í laun en Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna segir að launahækkunin sé grafalvarlegt mál og þvert á það sem Páll Magnússon hafi lofað þegar frumvarp um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV fór fyrir Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×