Innlent

Vörður ítrekar stuðning við borgarstjórnarflokk

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lýsti í dag yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar eftir fund í Valhöll.

Fundað var með borgarfulltrúunum og til stóð að fara yfir aðdraganda stjórnarslita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu viku. Ákveðið var að halda lokaðan fund á morgun þar sem trúnaðarmenn flokksins kæmu saman ásamt forystumönnum flokksfélaganna í borginni og borgarfulltrúnum. Þar á að kryfja málin frekar til mergjar að sögn Mörtu Guðjónsdótur, formanns Varðar.

Eins og fram hefur komið í fréttum ríkti ekki eining innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna áður en meirihlutinn sprakk og hefur Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, ítrekað bent á að ástæða stjórnarslitanna hafi verið sú að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi farið á bak við oddvita sinn, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra, og fundað með forystu flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×