Innlent

Kolbrún Halldórsdóttir: Launahækkun útvarpsstjóra er grafalvarlegt mál

Vinstri-grænir munu taka málið upp við fulltrúa sinn í stjórn Ríkisútvarpsins.
Vinstri-grænir munu taka málið upp við fulltrúa sinn í stjórn Ríkisútvarpsins.
Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri-grænna segir að það sé grafalvarlegt mál að laun útvarpsstjóra hafi tvöfaldast frá því að Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi. Hún segir að þessi launaþróun stangist á við það sem Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi sagt við menntamálanefnd þegar frumvarp um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV voru í þinginu.

„Þar sagðist hann vilja skapa svigrúm fyrir öfluga dagskrárgerð með því að draga úr launakostnaði," segir Kolbrún. Hún fullyrðir að þingmenn Vinstri-grænna muni taka málið upp við fulltrúa flokksins í stjórn Ríkisútvarpsins. Til dæmis sé þeirri spurningu ósvarað hvort stjórninni hafi verið kunnugt um launahækkun útvarpsstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×