Hanna Birna: Persónuleg samskipti verða aldrei söm 16. október 2007 16:51 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins deildu hart á Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi samstarfsmann þeirra í borgarstjórn, á fundi borgarstjórnarinnar í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði pólitísk verkefni hafa skaðast vegna stjórnarslitanna og að persónuleg samskipti yrðu aldrei söm. Þá sagði Jórunn Frímannsdóttir að borgarfulltrúarnir sæju ekki skapaðan hlut á eftir Birni Inga heldur fyrst og fremst þeim verkefnum sem meirihlutinn hefði verið að vinna að. Hanna Birna var ómyrk í máli þegar hún talaði um stjórnarslit Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði að Björn Ingi hefði leyft sér að skýra slitin með klofningi innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. „Björn Ingi veit miklu, miklu, miklu betur," sagði Hanna Birna og sakaði Björn Inga um að vilja verja hagsmuni í Orkuveitu Reykjavíkur og því hafi hann slitið meirihlutasamstarfinu. Allir stjórnarmenn Orkuveitunnar brugðust Þá sagði Hanna Birna að hún teldi að allir stjórnarmenn í Orkuveitunni hefðu brugðist, líka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði hins vegar að sjálfstæðismenn hefðu rætt sín mál og náð sáttum í málinu. Það væri hluti af stjórnmálunum að takast á innbyrðis því menn væru ekki alltaf sammála. „Það er ekkert að því að menn takist á," sagði Hanna Birna. Þá gagnrýndi Hanna Birna hversu illa REI-málið hefði verið kynnt fyrir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og greindi frá því að hún hefði ítrekað óskað eftir því við Björn Inga að hann skýrði málefni REI eftir að fyrirtækið var stofnað. Enn fremur lýsti hún því yfir að ef hún þyrfti að víkja úr meirihluta vegna þess að hún væri að fylgja sannfæringu sinni eða til þess að mál færu rétta leið þá liði henni ljómandi vel með það. Fundaherferð án borgarstjóra Björn Ingi svaraði því til að miðað við rauða þráðinn í ræðu Hönnu Birnu þá skildi hún vel hvers vegna hann hefði þurft að slíta samstarfinu við sjálfstæðismenn. Innbyrðisdeilur hefðu ekki verið í Framsóknarflokknum en þjóðin hefði hins vegar lesið um fundaherferð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins án borgarstjóra. Hann skildi vel að miklar tilfinningar væru í málinu og hann gerði ekki lítið úr sáttum sjálfstæðismanna en það væri þannig í samstarfi að oddvitar yrðu að sinna sínu baklandi. Enn fremur greindi hann frá því að hann hefði í sex daga í röð lagt inn skilaboð til borgarstjóra vegna REI-málsins en ekki hafi verið fundað fyrr en í síðustu viku. Sá fundur hefði staðið í fjóra tíma og ekki skilað neinu. Hvenær ætla menn að hætta að pukrast Bæði Jórunn Frímannsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson gagnrýndu einnig Björn Inga fyrir framgöngu hans í málinu og tók Gísli Marteinn undir með Hönnu Birnu að hann teldi að allir fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar hefðu brugðist í REI-málinu. Gísli Marteinn fór enn fremur fram á alvöru rannsókn á REI-málinu. Yfirlýsing hefði borist í gær frá Bjarna Ármannssyni, stjórnarformanni REI, Hauki Leóssyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar og Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Hún væri hins vegar ekki tæmandi. „Hvenær gerist það við fáum öll skjölin á borðið. Hvenær ætla menn að hætta að pukrast í þessu máli," sagði Gísli Marteinn. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins deildu hart á Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi samstarfsmann þeirra í borgarstjórn, á fundi borgarstjórnarinnar í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði pólitísk verkefni hafa skaðast vegna stjórnarslitanna og að persónuleg samskipti yrðu aldrei söm. Þá sagði Jórunn Frímannsdóttir að borgarfulltrúarnir sæju ekki skapaðan hlut á eftir Birni Inga heldur fyrst og fremst þeim verkefnum sem meirihlutinn hefði verið að vinna að. Hanna Birna var ómyrk í máli þegar hún talaði um stjórnarslit Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði að Björn Ingi hefði leyft sér að skýra slitin með klofningi innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. „Björn Ingi veit miklu, miklu, miklu betur," sagði Hanna Birna og sakaði Björn Inga um að vilja verja hagsmuni í Orkuveitu Reykjavíkur og því hafi hann slitið meirihlutasamstarfinu. Allir stjórnarmenn Orkuveitunnar brugðust Þá sagði Hanna Birna að hún teldi að allir stjórnarmenn í Orkuveitunni hefðu brugðist, líka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði hins vegar að sjálfstæðismenn hefðu rætt sín mál og náð sáttum í málinu. Það væri hluti af stjórnmálunum að takast á innbyrðis því menn væru ekki alltaf sammála. „Það er ekkert að því að menn takist á," sagði Hanna Birna. Þá gagnrýndi Hanna Birna hversu illa REI-málið hefði verið kynnt fyrir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og greindi frá því að hún hefði ítrekað óskað eftir því við Björn Inga að hann skýrði málefni REI eftir að fyrirtækið var stofnað. Enn fremur lýsti hún því yfir að ef hún þyrfti að víkja úr meirihluta vegna þess að hún væri að fylgja sannfæringu sinni eða til þess að mál færu rétta leið þá liði henni ljómandi vel með það. Fundaherferð án borgarstjóra Björn Ingi svaraði því til að miðað við rauða þráðinn í ræðu Hönnu Birnu þá skildi hún vel hvers vegna hann hefði þurft að slíta samstarfinu við sjálfstæðismenn. Innbyrðisdeilur hefðu ekki verið í Framsóknarflokknum en þjóðin hefði hins vegar lesið um fundaherferð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins án borgarstjóra. Hann skildi vel að miklar tilfinningar væru í málinu og hann gerði ekki lítið úr sáttum sjálfstæðismanna en það væri þannig í samstarfi að oddvitar yrðu að sinna sínu baklandi. Enn fremur greindi hann frá því að hann hefði í sex daga í röð lagt inn skilaboð til borgarstjóra vegna REI-málsins en ekki hafi verið fundað fyrr en í síðustu viku. Sá fundur hefði staðið í fjóra tíma og ekki skilað neinu. Hvenær ætla menn að hætta að pukrast Bæði Jórunn Frímannsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson gagnrýndu einnig Björn Inga fyrir framgöngu hans í málinu og tók Gísli Marteinn undir með Hönnu Birnu að hann teldi að allir fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar hefðu brugðist í REI-málinu. Gísli Marteinn fór enn fremur fram á alvöru rannsókn á REI-málinu. Yfirlýsing hefði borist í gær frá Bjarna Ármannssyni, stjórnarformanni REI, Hauki Leóssyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar og Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Hún væri hins vegar ekki tæmandi. „Hvenær gerist það við fáum öll skjölin á borðið. Hvenær ætla menn að hætta að pukrast í þessu máli," sagði Gísli Marteinn.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira