Kvíðaraskanir hjá börnum áhyggjuefni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. október 2007 13:44 Samhljóma álit þátttakenda um gleðisnautt líf nemenda í grunnskólum nútímans kom rannsakendum á óvart. MYND/Getty Images Börn eru kvíðin, haga sér illa, eru stressuð, þunglynd og með lífstíl fræga fólksins á heilanum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á grunnskólabörnum í Bretlandi, þeirri fyrstu sinnar tegundar í 40 ár. Hér á landi eru kvíðaraskanir hjá börnum að verða meira áberandi og talið að nokkuð vanti upp á að greina tilfelli. Hákon Sigursteinsson sálfræðingur hjá þjónustumistöðinni í Breiðholti segir of lítið vitað um líðan barna og unglinga hér á landi. Í næstu viku verða hins vegar birtar niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar á líðan íslenskra barna í 5.-7. bekk. Hún mun taka til einhverra þeirra þátta sem rannsakaðir voru í bresku rannsókninni. Hákon segir hegðunarerfiðleika geta verið birtingarmynd kvíða. Þægu börnin sem sýni vanlíðan sína ekki eins mikið fá hins vegar ekki þá þjónustu og úrræði sem þau eiga skilið. Umræðuna um þetta megi styrkja.Börn svipt bernskunniNiðurstöður bresku rannsóknarinnar varpa upp afar dökkri mynd af 4-11 ára börnum sem sögð eru svipt bernskunni vegna fyrrgreindra þátta. Virðing fyrir samnemendum og kennurum er sögð á hallanda fæti og í niðurstöðunni er varað við skorti á samlifun eins og fjölskyldulífi.„Börn í dag eru þvinguð til að fullorðnast of fljótt og fyrir þeim virðist framtíð samfélagsins og jarðarinnar hreinlega hættuleg," segir í breska dagblaðinu Independent.Börn frá ýmsum stöðum Bretlands lýstu svipuðum þáttum sem plaga þau daglega utan skóla - umferðinni, drasli, veggjakroti, skorti á öruggum leiksvæðum og klíkum eldri barna. Inni í skólastofunni er það helst fjölgun prófa, sérstaklega samræmdra prófa, en þeim var gjarnan lýst sem skelfilegum og stressandi.Kennarar lýsa yfir miklum áhyggjum af aðgangi nemenda heimafyrir að internetinu og tölvuleikjum sem þeir lýstu mörgum sem óviðeigandi eða hættulegum.Þá var sérstaklega varað við þeirri þráhyggju á frægu fólki og stjörnum sem er viðvarandi hjá nemendum.Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar hjá Háskólanum í Reykjavík segir enga sérstaka rannsókn hafa verið gerða hér um stjörnudýrkun. Hins vegar hafi könnun á helstu fyrirmyndum barna leitt í ljós að þær væru inni á heimilum og meðal vina eða ættingja. Mun minna var um að átrúnaðargoð væru stjörnur.Neysla eiturlyfja og áfengisAndfélagsleg hegðun var stór áhyggjuþáttur bresku rannsóknarinnar, þar sem útbreidd ögrunar- og árásarhneigð meðal eldri barna var sérstaklega tiltekin. Auk þess var nálægðar hnífa, eiturlyfja, áfengis og skotvopna, sérstaklega í borgarkjörnum, talin óásættanleg.Jón segir Breta skera sig mjög úr miðað við reynslu annarra Evrópuþjóða á þessu sviði. Markvisst starf með börnum á Íslandi hafi til dæmis skilað sér síðustu ár í minni neyslu áfengis og reykinga. Á árunum 1997-2007 hafi neysla unglinga í 9. og 10. bekk á áfengi og tóbaki minnkað um rúmlega fimmtíu prósent. Þá hafi hluti þeirra sem prófuðu kannabis einnig minnkað um meira en helming. Bein tengsl séu á milli eiturlyfjanotkunar, gæðastunda með foreldrum og íþrótta-eða tómstundaiðkunar.Áhrif fjölmiðlaHöfundar bresku skýrslunnar segja niðurstöðurnar sýna djúpan kvíða hjá barnæsku nútímans og þess umhverfis sem þau alast upp í. Þau hafi meðal annars miklar áhyggjur af vaxandi vandamálum vegna loftslagsbreytinga.Hákon og Jón eru sammála um að umfjöllun í fjölmiðlum hverju sinni hafi áhrif á börn. Þau óttist oft það sem þar birtist, svo sem sjúkdóma eins og krabbamein.Þáttur foreldraÓánægja kom fram með frammistöðu breskra foreldra sem uppalenda. Kvartað er um lítinn metnað fyrir hönd barna og að foreldrar geri skólayfirvöld ábyrg fyrir félagslegu uppeldi þeirra.Börnin eru sögð svipt bernskunni með þrýstingi frá skóla, foreldrum, jafnöldrum, fjölmiðlum og verslunum auk þess að þurfa í auknum mæli að takast á við skilnaði og óstöðugleika fjölskyldna.Hér á landi eru sömu breytingar á samfélagsmynd og því má ætla að börn hér verði fyrir svipuðum áhrifum að sögn Hákons.Þá er getum að því leitt að bresk börn byrji of snemma í skóla. Heppilegra væri að leyfa þeim að stunda leikskóla fram að sex ára aldri eins og tíðkast hér á landi og víðar í Evrópu.Þrátt fyrir allt þetta búa flest bresk börn í dag við betri skóla, betri heilsu og betra húsnæði en fyrir 10 árum síðan. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Börn eru kvíðin, haga sér illa, eru stressuð, þunglynd og með lífstíl fræga fólksins á heilanum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á grunnskólabörnum í Bretlandi, þeirri fyrstu sinnar tegundar í 40 ár. Hér á landi eru kvíðaraskanir hjá börnum að verða meira áberandi og talið að nokkuð vanti upp á að greina tilfelli. Hákon Sigursteinsson sálfræðingur hjá þjónustumistöðinni í Breiðholti segir of lítið vitað um líðan barna og unglinga hér á landi. Í næstu viku verða hins vegar birtar niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar á líðan íslenskra barna í 5.-7. bekk. Hún mun taka til einhverra þeirra þátta sem rannsakaðir voru í bresku rannsókninni. Hákon segir hegðunarerfiðleika geta verið birtingarmynd kvíða. Þægu börnin sem sýni vanlíðan sína ekki eins mikið fá hins vegar ekki þá þjónustu og úrræði sem þau eiga skilið. Umræðuna um þetta megi styrkja.Börn svipt bernskunniNiðurstöður bresku rannsóknarinnar varpa upp afar dökkri mynd af 4-11 ára börnum sem sögð eru svipt bernskunni vegna fyrrgreindra þátta. Virðing fyrir samnemendum og kennurum er sögð á hallanda fæti og í niðurstöðunni er varað við skorti á samlifun eins og fjölskyldulífi.„Börn í dag eru þvinguð til að fullorðnast of fljótt og fyrir þeim virðist framtíð samfélagsins og jarðarinnar hreinlega hættuleg," segir í breska dagblaðinu Independent.Börn frá ýmsum stöðum Bretlands lýstu svipuðum þáttum sem plaga þau daglega utan skóla - umferðinni, drasli, veggjakroti, skorti á öruggum leiksvæðum og klíkum eldri barna. Inni í skólastofunni er það helst fjölgun prófa, sérstaklega samræmdra prófa, en þeim var gjarnan lýst sem skelfilegum og stressandi.Kennarar lýsa yfir miklum áhyggjum af aðgangi nemenda heimafyrir að internetinu og tölvuleikjum sem þeir lýstu mörgum sem óviðeigandi eða hættulegum.Þá var sérstaklega varað við þeirri þráhyggju á frægu fólki og stjörnum sem er viðvarandi hjá nemendum.Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar hjá Háskólanum í Reykjavík segir enga sérstaka rannsókn hafa verið gerða hér um stjörnudýrkun. Hins vegar hafi könnun á helstu fyrirmyndum barna leitt í ljós að þær væru inni á heimilum og meðal vina eða ættingja. Mun minna var um að átrúnaðargoð væru stjörnur.Neysla eiturlyfja og áfengisAndfélagsleg hegðun var stór áhyggjuþáttur bresku rannsóknarinnar, þar sem útbreidd ögrunar- og árásarhneigð meðal eldri barna var sérstaklega tiltekin. Auk þess var nálægðar hnífa, eiturlyfja, áfengis og skotvopna, sérstaklega í borgarkjörnum, talin óásættanleg.Jón segir Breta skera sig mjög úr miðað við reynslu annarra Evrópuþjóða á þessu sviði. Markvisst starf með börnum á Íslandi hafi til dæmis skilað sér síðustu ár í minni neyslu áfengis og reykinga. Á árunum 1997-2007 hafi neysla unglinga í 9. og 10. bekk á áfengi og tóbaki minnkað um rúmlega fimmtíu prósent. Þá hafi hluti þeirra sem prófuðu kannabis einnig minnkað um meira en helming. Bein tengsl séu á milli eiturlyfjanotkunar, gæðastunda með foreldrum og íþrótta-eða tómstundaiðkunar.Áhrif fjölmiðlaHöfundar bresku skýrslunnar segja niðurstöðurnar sýna djúpan kvíða hjá barnæsku nútímans og þess umhverfis sem þau alast upp í. Þau hafi meðal annars miklar áhyggjur af vaxandi vandamálum vegna loftslagsbreytinga.Hákon og Jón eru sammála um að umfjöllun í fjölmiðlum hverju sinni hafi áhrif á börn. Þau óttist oft það sem þar birtist, svo sem sjúkdóma eins og krabbamein.Þáttur foreldraÓánægja kom fram með frammistöðu breskra foreldra sem uppalenda. Kvartað er um lítinn metnað fyrir hönd barna og að foreldrar geri skólayfirvöld ábyrg fyrir félagslegu uppeldi þeirra.Börnin eru sögð svipt bernskunni með þrýstingi frá skóla, foreldrum, jafnöldrum, fjölmiðlum og verslunum auk þess að þurfa í auknum mæli að takast á við skilnaði og óstöðugleika fjölskyldna.Hér á landi eru sömu breytingar á samfélagsmynd og því má ætla að börn hér verði fyrir svipuðum áhrifum að sögn Hákons.Þá er getum að því leitt að bresk börn byrji of snemma í skóla. Heppilegra væri að leyfa þeim að stunda leikskóla fram að sex ára aldri eins og tíðkast hér á landi og víðar í Evrópu.Þrátt fyrir allt þetta búa flest bresk börn í dag við betri skóla, betri heilsu og betra húsnæði en fyrir 10 árum síðan.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira