Innlent

Öll tilboðin í síðari áfanga GSM undir kostnaðaráætlun

Þrjú tilboð bárust í síðari áfanga GSM-farsímaþjónustu á landinu en tilboðin voru opnuð í dag. Tvö eru frá innlendum fyrirtækjum og eitt frá svissnesku. Tilboðin voru öll undir kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs sem var 732 milljónir króna.

Síminn hf. bauð 655 milljónir kr. miðað við 12 mánaða verktíma, Og fjarskipti ehf. buðu 487 milljónir kr. m.v. 22 mánaða verktíma og Amitelo bauð 468 milljónir kr. m.v. 12 mánaða verktími.

 

Síðari áfangi GSM-farsímaþjónustunnar snýst um að koma upp og reka farsímaþjónustu á völdum svæðum á landinu, einkum á Vestfjörðum og Norðuausturlandi en einnig víða á Snæfellsnesi, Austfjörðum og Suðurstrandarvegi.

Útboðið gerði ráð fyrir að ljúka skuli verkinu á 22 mánuðum en bjóðendum voru gefin stig fyrir að ljúka því fyrr. Verða tilboðin metin út frá heildarhagkvæmni en ekki einvörðungu fjárhæð tilboðs eins og fram kemur í útboðsgögnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×