Innlent

Grunur um að kveikt hafi verið í eyðibýli á Suðurnesjum

Grunur er um íkveikju þegar eyðibýlið Litli Hólmur í Leiru á Suðurnesjum brann í gærkvöldi. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálfellefu í gærkvöldi og var húsið alelda þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn.

Þar sem húsið var ónýtt og lítil verðmæti í því var því leyft að brenna. Slökkviliðsmenn sprautuðu þó vatni á síðustu glæðurnar upp úr miðnætti en þá var allt brunnið sem brunnið gat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×