Yfir 300 tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti 10. október 2007 15:35 MYND/Róbert Alls bárust peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra 323 tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti á síðasta ári og voru þær langflestar frá fjármálafyrirtækjum hér á landi. Þetta kemur fram í ársskýrslu skrifstofunnar fyrir síðasta ár. Þar segir enn fremur að engin tilkynning hafi borist skrifstofunni vegna gruns um fjármörgnun hryðjuverka. Flestar tilkynninganna um meint peningaþvætti sneru að upphæðum á bilinu 100-500 þúsund en fimm tilkynningar voru vegna upphæða yfir tíu milljónum. Engin tilkynninganna í fyrra leiddi hins vegar til saksóknar af hálfu efnahagsbrotadeildar. Í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra er enn fremur bent á að með vaxandi alþjóðavæðingu og frelsi í fjármagnsflæði milli ríkja hafi peningaþvætti orðið alþjóðlegt vandamál í viðskiptum og stór þáttur í alþjóðlegri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnaviðskiptum og hryðjuverkum. Bent er á dæmi frá Íslandi af peningaþvætti þar sem fíkniefnainnflytjendur stofnuðu hlutafélög bæði hér á landi og í Þýskalandi. Fyrirtækið flutti inn tölvuvarning sem var verðlaus en var verðlagður mjög hátt samkvæmt innflutningsskjölum. Greitt var fyrir vöruna með tékkum gefnum út á þýska fyrirtækið auk innflutningsgjalda og tolla af varningnum. Þessir tékkar voru síðan leystir út í banka í Þýskalandi. Bent er á í skýrslunni að Íslands sé aðili að alþjóðlegum vinnuhópi, Financial Action Task Force (FATF), sem vinnur að aðgerðum gegn peningaþvætti. Vinnuhópurinn hafi gefið út 40 tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og 9 sérstök tilmæli um aðgerðir gegn fjármögnun hryðjuverka. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að laga löggjöf sína að tilmælum FATF með inngöngu sinni í FATF árið 1991. Matsnefnd FATF bar aðgerðir Íslendinga saman við 40 tilmæli sín vegna peningaþvættis og níu sérstök tilmæli vegna fjármögnunar hryðjuverka og þarf Ísland að gera FATF grein fyrir aðgerðum sínum vegna 26 tilmæla.FATF bendir á að ýmislegt sem betur má fara varðandi hlutverki peningaþvættisskrifstofu, lögreglu og ákæruvalds í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar á meðal að skortur sé á fjármagni og mannafla til að sinna málaflokknum, taka þurfi betur saman tölfræðiupplýsingar sem lúta að greiningu og afdrifum tilkynninga um grun um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og útbúa kynningarefni og halda uppi fræðslu fyrir tilkynningarskylda aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Þá ættu íslensk stjórnvöld að vinna meiri frumkvæðisvinnu í rannsóknum og ákærum á sviði peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Almennt virðist málaflokknum ekki nægjanlega sinnt að mati FATF. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Alls bárust peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra 323 tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti á síðasta ári og voru þær langflestar frá fjármálafyrirtækjum hér á landi. Þetta kemur fram í ársskýrslu skrifstofunnar fyrir síðasta ár. Þar segir enn fremur að engin tilkynning hafi borist skrifstofunni vegna gruns um fjármörgnun hryðjuverka. Flestar tilkynninganna um meint peningaþvætti sneru að upphæðum á bilinu 100-500 þúsund en fimm tilkynningar voru vegna upphæða yfir tíu milljónum. Engin tilkynninganna í fyrra leiddi hins vegar til saksóknar af hálfu efnahagsbrotadeildar. Í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra er enn fremur bent á að með vaxandi alþjóðavæðingu og frelsi í fjármagnsflæði milli ríkja hafi peningaþvætti orðið alþjóðlegt vandamál í viðskiptum og stór þáttur í alþjóðlegri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnaviðskiptum og hryðjuverkum. Bent er á dæmi frá Íslandi af peningaþvætti þar sem fíkniefnainnflytjendur stofnuðu hlutafélög bæði hér á landi og í Þýskalandi. Fyrirtækið flutti inn tölvuvarning sem var verðlaus en var verðlagður mjög hátt samkvæmt innflutningsskjölum. Greitt var fyrir vöruna með tékkum gefnum út á þýska fyrirtækið auk innflutningsgjalda og tolla af varningnum. Þessir tékkar voru síðan leystir út í banka í Þýskalandi. Bent er á í skýrslunni að Íslands sé aðili að alþjóðlegum vinnuhópi, Financial Action Task Force (FATF), sem vinnur að aðgerðum gegn peningaþvætti. Vinnuhópurinn hafi gefið út 40 tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og 9 sérstök tilmæli um aðgerðir gegn fjármögnun hryðjuverka. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að laga löggjöf sína að tilmælum FATF með inngöngu sinni í FATF árið 1991. Matsnefnd FATF bar aðgerðir Íslendinga saman við 40 tilmæli sín vegna peningaþvættis og níu sérstök tilmæli vegna fjármögnunar hryðjuverka og þarf Ísland að gera FATF grein fyrir aðgerðum sínum vegna 26 tilmæla.FATF bendir á að ýmislegt sem betur má fara varðandi hlutverki peningaþvættisskrifstofu, lögreglu og ákæruvalds í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar á meðal að skortur sé á fjármagni og mannafla til að sinna málaflokknum, taka þurfi betur saman tölfræðiupplýsingar sem lúta að greiningu og afdrifum tilkynninga um grun um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og útbúa kynningarefni og halda uppi fræðslu fyrir tilkynningarskylda aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Þá ættu íslensk stjórnvöld að vinna meiri frumkvæðisvinnu í rannsóknum og ákærum á sviði peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Almennt virðist málaflokknum ekki nægjanlega sinnt að mati FATF.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira