Innlent

Peter Greenway kemur til Íslands

Leikstjórinn og listamaðurinn Peter Greenaway hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndaleikstjórnar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Af tilefni verðlaunaafhendingarinnar mun Greenaway halda fyrirlestur og svara spurningum laugardaginn 6. október kl. 17:30 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis.

Greenaway tekur til umfjöllunar hið stórbrotna og fjölþætta verk „The Tulse Luper Suitcases" sem hann hefur unnið síðastliðin ár. Hann talar um verkið og sýnir myndbrot. Þess að auki ætlar hann að sýna brot úr nýjasta verki sínu, „Nightwatching", sem byggir á frægu málverki Rembrandt og var frumsýnt í keppninni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár.

Greenaway staldrar stutt við á landinu og verður hér aðeins eina kvöldstund. Honum gefst rétt nægur tími til að taka við verðlaununum og halda fyrirlestur og því um að ræða einstakan og ómissandi atburð á hátíðinni. Greenaway bættist seint við dagskrá hátíðarinnar og sem fyrr hefur komið fram lét hann eftir sér að hann verði mjög líklega kominn undir græna torfu á þessum tíma á næsta ári og því er mjög mikilvægt að hann hafi getað komið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×