Nærri 60 manns sagt upp hjá Humarvinnslunni í Þorlákshöfn 27. september 2007 15:27 MYND/Einar Elíasson Stjórn Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki í landvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn, alls 59 manns. Ákvörðunin var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Humarvinnslunni að vegna verkefnaskorts og fyrirsjánlegra versnandi rekstrarskilyrða fyrirtækisins neyðist stjórnin til þess að grípa til þessara aðgerða. Það megi rekja til þess að stórfelldur niðurskurður hafi orðið á þorskveiðiheimildum en það hafi víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækisins og minnkandi hráefni til vinnslu. „Þessi skerðing nær ekki einungis til hráefnisöflunar fyrirtækisins í þorski heldur eru og verða áhrifin mun víðtækari og mun einnig hafa áhrif á framboð og verðmyndun á öðrum tegundum hráefnis. Þá má búast við að mun minna verði af kvóta á leigumarkaði sem hefur áhrif á framboð hráefnis," segir í tilkynningunni. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að kvótaskerðingin hafi mikil áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækisins til hins verra til framtíðar litið og þá hafi veiðar á flatfiski brugðist þetta haustið, en vinnsla flatfiskafurða hefur verið burðarásinn í framleiðslu fyrirtækisins yfir haustmánuðina. Bregðast hafi þurft við breyttum aðstæðum strax og endurskipulagning sé nauðsynleg.Starfsmenn fyrirtækisins hafa á 1 til sex mánaðar uppsagnarfrest og á uppsagnartímanum verða rekstraráætlanir félagsins endurskoðaðar með tilliti til endurskipulagningar og metið hvernig framtíðarrekstri verði mögulega sem best fyrirkomið, t.d. með breyttum áherslum í framleiðslu og fjölda starfsmanna. Þessi vinna er þegar hafin.Humarvinnslan er 15 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu og markaðssetningu humars. Auk humarvinnslu hefur fyrirtækið bætt við sig vinnslu á þorski, ýsu og flatfiski og með því skjóta fleiri stoðum undir reksturinn. Hjá fyrirtækinu hafa að jafnaði starfað á bilinu 70-80 starfsmenn til sjós og lands en 25 manns hefur að auki verið bætt við tímabundið á meðan humarvertíð stendur yfir. Starfsstöð Humarvinnslunnar hefur frá stofnun verið í Þorlákshöfn og fyrirtækið verið meðal stærstu atvinnuveitenda í bænum.Þessi tíðindi þýða að á einum degi hafa nærri 100 manns sem unnið hafa við fiskvinnslu misst vinnuna. Fyrr í dag tilkynnti Eskja á Eskifirði að hún hygðist segja upp 39 stafsmönnum í frystihúsi sínu. Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir munu fylgja í kjölfarið Uppsagnir 100 starfsmanna í sjávarútvegsfyrirtækjum á Eskifirði og í Þorlákshöfn koma Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ ekki á óvart. Hann segir þetta hafa legið í loftinu og að hans mati fylgja fleiri uppsagnir fylgi í kjölfarið. 27. september 2007 16:07 Reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn „Þetta er náttúrlega reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn og manni finnst það svolítið öfugsnúið að þær byggðir sem búa við miðin geti ekki nýtt þau," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um uppsagnir tæplega 60 starfsmanna hjá einum stærsta vinnustað bæjarins, Humarvinnslunni í Þorlákshöfn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins var öllum í landvinnslu sagt upp vegna breyttra rekstrarskilyrða í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta. 27. september 2007 16:10 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Stjórn Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki í landvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn, alls 59 manns. Ákvörðunin var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Humarvinnslunni að vegna verkefnaskorts og fyrirsjánlegra versnandi rekstrarskilyrða fyrirtækisins neyðist stjórnin til þess að grípa til þessara aðgerða. Það megi rekja til þess að stórfelldur niðurskurður hafi orðið á þorskveiðiheimildum en það hafi víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækisins og minnkandi hráefni til vinnslu. „Þessi skerðing nær ekki einungis til hráefnisöflunar fyrirtækisins í þorski heldur eru og verða áhrifin mun víðtækari og mun einnig hafa áhrif á framboð og verðmyndun á öðrum tegundum hráefnis. Þá má búast við að mun minna verði af kvóta á leigumarkaði sem hefur áhrif á framboð hráefnis," segir í tilkynningunni. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að kvótaskerðingin hafi mikil áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækisins til hins verra til framtíðar litið og þá hafi veiðar á flatfiski brugðist þetta haustið, en vinnsla flatfiskafurða hefur verið burðarásinn í framleiðslu fyrirtækisins yfir haustmánuðina. Bregðast hafi þurft við breyttum aðstæðum strax og endurskipulagning sé nauðsynleg.Starfsmenn fyrirtækisins hafa á 1 til sex mánaðar uppsagnarfrest og á uppsagnartímanum verða rekstraráætlanir félagsins endurskoðaðar með tilliti til endurskipulagningar og metið hvernig framtíðarrekstri verði mögulega sem best fyrirkomið, t.d. með breyttum áherslum í framleiðslu og fjölda starfsmanna. Þessi vinna er þegar hafin.Humarvinnslan er 15 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu og markaðssetningu humars. Auk humarvinnslu hefur fyrirtækið bætt við sig vinnslu á þorski, ýsu og flatfiski og með því skjóta fleiri stoðum undir reksturinn. Hjá fyrirtækinu hafa að jafnaði starfað á bilinu 70-80 starfsmenn til sjós og lands en 25 manns hefur að auki verið bætt við tímabundið á meðan humarvertíð stendur yfir. Starfsstöð Humarvinnslunnar hefur frá stofnun verið í Þorlákshöfn og fyrirtækið verið meðal stærstu atvinnuveitenda í bænum.Þessi tíðindi þýða að á einum degi hafa nærri 100 manns sem unnið hafa við fiskvinnslu misst vinnuna. Fyrr í dag tilkynnti Eskja á Eskifirði að hún hygðist segja upp 39 stafsmönnum í frystihúsi sínu.
Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir munu fylgja í kjölfarið Uppsagnir 100 starfsmanna í sjávarútvegsfyrirtækjum á Eskifirði og í Þorlákshöfn koma Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ ekki á óvart. Hann segir þetta hafa legið í loftinu og að hans mati fylgja fleiri uppsagnir fylgi í kjölfarið. 27. september 2007 16:07 Reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn „Þetta er náttúrlega reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn og manni finnst það svolítið öfugsnúið að þær byggðir sem búa við miðin geti ekki nýtt þau," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um uppsagnir tæplega 60 starfsmanna hjá einum stærsta vinnustað bæjarins, Humarvinnslunni í Þorlákshöfn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins var öllum í landvinnslu sagt upp vegna breyttra rekstrarskilyrða í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta. 27. september 2007 16:10 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Fleiri uppsagnir munu fylgja í kjölfarið Uppsagnir 100 starfsmanna í sjávarútvegsfyrirtækjum á Eskifirði og í Þorlákshöfn koma Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ ekki á óvart. Hann segir þetta hafa legið í loftinu og að hans mati fylgja fleiri uppsagnir fylgi í kjölfarið. 27. september 2007 16:07
Reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn „Þetta er náttúrlega reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn og manni finnst það svolítið öfugsnúið að þær byggðir sem búa við miðin geti ekki nýtt þau," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um uppsagnir tæplega 60 starfsmanna hjá einum stærsta vinnustað bæjarins, Humarvinnslunni í Þorlákshöfn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins var öllum í landvinnslu sagt upp vegna breyttra rekstrarskilyrða í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta. 27. september 2007 16:10