Reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn 27. september 2007 16:10 Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir allt verða gert til þess að draga úr áhrifum uppsagnanna í Þorlákshöfn „Þetta er náttúrlega reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn og manni finnst það svolítið öfugsnúið að þær byggðir sem búa við miðin geti ekki nýtt þau," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um uppsagnir tæplega 60 starfsmanna hjá einum stærsta vinnustað bæjarins, Humarvinnslunni í Þorlákshöfn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins var öllum í landvinnslu sagt upp vegna breyttra rekstrarskilyrða í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta.Aðspurður segir Ólafur Áki að hann geti varla sagt að uppsagnirnar komi á óvart. „Við vissum að víða um land gæti komið til aðgerða í kjölfar þess að þorskkvótinn var minnkaður," segir Ólafur. Hann bendir þó á að eigendur Humarvinnslunnar hyggist endurskipuleggja rekstur sinn en ekki loka fyrirtækinu og hætta. Eigendurnir þurfi ráðrúm til þess að skoða málin.Ólafur Áki var á starfsmannafundinum í dag þar sem tilkynnt var um uppsagnirnar og segir hann að bæjaryfirvöld muni gera allt sem þau geti til þess að aðstoða þá sem misstu vinnuna. „Við höfum ráðið inn starfsmann til að aðstoða fólkið og fara yfir þeirra mál. Við munum skoða hvar fólkið geti hugsanlega fengið vinnu og koma á námskeiðum af einhverju tagi ef þörf er á," segir Ólafur Áki. Tveir þriðju starfsmanna Humarvinnslunnar eru útlendingar og telur Ólafur Áki að þeir muni þurfa á aðstoð að halda þar sem þeir viti ekki allir hvert á snúa sér. „Vonandi getum við aðstoðað fólk þannig að áhrifin á bæjarfélagið verði sem minnst."Aðspurður segir Ólafur Áki að atvinnuástandið í bæjarfélaginu hafi verið mjög gott og það sé engin launung að bæjaryfirvöld hafi reynt að fjölga atvinnutækifærum og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Bæði vatnsverksmiðja og einingaverksmiðja séu í byggingu en þær taki ekki til starfa fyrr en á næsta ári. Þá sé lengra í önnur verkefni.Aðspurður um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að skerða kvóta um þriðjung segir Ólafur Áki að það sé lítið við þeim að segja. Ljóst sé að þorskstofninn sé á niðurleið samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunarinnar, en deilt hafi verið um þær. Menn hafi ekki betri ráðgjöf og hann sjái enga patentlausn í málinu. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
„Þetta er náttúrlega reiðarslag fyrir lítið byggðarlag eins og Þorlákshöfn og manni finnst það svolítið öfugsnúið að þær byggðir sem búa við miðin geti ekki nýtt þau," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um uppsagnir tæplega 60 starfsmanna hjá einum stærsta vinnustað bæjarins, Humarvinnslunni í Þorlákshöfn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins var öllum í landvinnslu sagt upp vegna breyttra rekstrarskilyrða í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta.Aðspurður segir Ólafur Áki að hann geti varla sagt að uppsagnirnar komi á óvart. „Við vissum að víða um land gæti komið til aðgerða í kjölfar þess að þorskkvótinn var minnkaður," segir Ólafur. Hann bendir þó á að eigendur Humarvinnslunnar hyggist endurskipuleggja rekstur sinn en ekki loka fyrirtækinu og hætta. Eigendurnir þurfi ráðrúm til þess að skoða málin.Ólafur Áki var á starfsmannafundinum í dag þar sem tilkynnt var um uppsagnirnar og segir hann að bæjaryfirvöld muni gera allt sem þau geti til þess að aðstoða þá sem misstu vinnuna. „Við höfum ráðið inn starfsmann til að aðstoða fólkið og fara yfir þeirra mál. Við munum skoða hvar fólkið geti hugsanlega fengið vinnu og koma á námskeiðum af einhverju tagi ef þörf er á," segir Ólafur Áki. Tveir þriðju starfsmanna Humarvinnslunnar eru útlendingar og telur Ólafur Áki að þeir muni þurfa á aðstoð að halda þar sem þeir viti ekki allir hvert á snúa sér. „Vonandi getum við aðstoðað fólk þannig að áhrifin á bæjarfélagið verði sem minnst."Aðspurður segir Ólafur Áki að atvinnuástandið í bæjarfélaginu hafi verið mjög gott og það sé engin launung að bæjaryfirvöld hafi reynt að fjölga atvinnutækifærum og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Bæði vatnsverksmiðja og einingaverksmiðja séu í byggingu en þær taki ekki til starfa fyrr en á næsta ári. Þá sé lengra í önnur verkefni.Aðspurður um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að skerða kvóta um þriðjung segir Ólafur Áki að það sé lítið við þeim að segja. Ljóst sé að þorskstofninn sé á niðurleið samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunarinnar, en deilt hafi verið um þær. Menn hafi ekki betri ráðgjöf og hann sjái enga patentlausn í málinu.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira