Innlent

Eldur í bakhúsi við Laugaveg

Slökkviliðsmenn að störfum. Úr myndasafni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Úr myndasafni. MYND/365

Öryggi tuga erlendra verkamanna var stefnt í hættu þegar eldur kviknaði í bakhúsi við Laugaveginn í Reykjavík undir morgun. Vegfarandi tilkynnti slökkviliðinu um reyk og þegar það kom á staðinn reyndist loga glatt í sófa, sem stóð við húsið og lagði reyk inn í stigagang.

Eldurinn hafði ekki náð að læsa sig í húsið þegar slökkviliðið kom, en þá hefði getað farið illa, því að minnstakosti 30 erlendir verkamenn búa í húsinu. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í sófanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×