Innlent

Bræður úr Garðabæ handteknir í fíkniefnamálinu

MYND/365

Tveir þeirra sem voru handteknir í smyglskútumálinu í gær eru bræður úr Garðabæ. Annar þeirra var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu en hinn í Noregi. Annar er þeirra fæddur 1976 en hinn 1980.

Fram kemur í norskum fjölmiðlum að sá sem handtekinn var þar í landi hafi verið tekinn í Stafangri í suðurhluta Noregs. Þar segir ennfremur að um sé að ræða mann á fertugsaldri með erlent ríkisfang búsettan í Rogalandi. Norska lögreglan hefur þó ekki viljað gefa frekari upplýsingar um málið.

Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir bræður og hafa báðir áður komið við sögu lögreglunnar á Íslandi. Sá sem handtekinn var í Noregi er fæddur árið 1976.

Þá var lýst eftir þeim yngri á heimasíðu tékknesku lögreglunnar. Lögregla þar í landi verst allra frétta af málinu en sagði þó að þetta þyrfti ekki að þýða að hann væri eftirlýstur fyrir glæpsamlegt athæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×