Innlent

Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. MYND/Vísir

Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla.

Jón strunsaði út í bíl og vildi ekkert við fréttamenn segja nema að hann hefði samúð með fjölmiðlamönnum sem biðu fyrir utan fundinn. Aðspurður hvort að rætt hefði verið um að slíta stjórnarsamstarfi sagði Jón „Nei nei."

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar sátu á fundinum í höfuðstðvum flokksins við Hverfisgötu frá kl 11 í  morgun. Fundurinn var fyrst boðaður klukkan 13:30 en var svo flýtt með litlum fyrirvara. Litið var á hann sem úrslitafund um hvort stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn yrði haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×