Ríkisstjórnin hélt naumlega velli 13. maí 2007 19:35 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira