Innlent

Kynjaskipting á nýju Alþingi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum.

Framsókn hefur tvær konur í sjö manna hóp sínum. Af 25 manna þingmannahópi Sjálfstæðismanna eru átta konur, eða 33 prósent. Þá skipa konur þriðjung þingmanna Samfylkingar, eða sex konur af átján þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×