Innlent

Vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla

Frá kosningavöku vinstri grænna,
Frá kosningavöku vinstri grænna, MYND/Daníel

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákfrömuður sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, segist vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla í nótt en tvísýnt hefur verið um það. Ríkisstjórnin heldur sem stendur velli.

Nýjustu tölur í Suðvesturkjördæmi þýða að Guðfríður Lilja er á leið inn á þing en hún hefur verið úti og inni í kvöld. Aðspurð sagðist hún vonast til að halda sig inni en vonaði jafnframt að það yrði ekki á kostnað annarrar konu úr Vinstri grænum.

Spurð hvort hún væri farin að gæla við þingmanninn sagðist Guðfríður Lilja að svo væri ekki. Hún væri róleg og hefði stáltaugar eftir taflmennskuna öll árin.

Líklegt má telja að ef hún kemst ekki á þing muni hún taka sæti sem varaþingmaður einhvern tíma á næsta kjörtímabili. Aðspurð hvaða mál hún myndi leggja áherslu á sagði Guðfríður að af mörgu væri að taka. Hún hefði þó mikinn áhuga á umhverfismálum, kvenfrelsismálum og velferðarmálum. Sagðist hún hlakka til að takast á við þau verkefni sem þingmaður eða varaþingmaður.

Guðfríður sagðist ánægð með árangur Vinstri grænna. Flokkurinn hefði unnið góðan sigur ef miðað væri við fylgi í síðustu kosningunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×