Innlent

Vísbendingar, ekki niðurstöður

„Þetta eru vísbendingar en ekki niðurstöður," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eftir að aðrar tölur höfðu verið birtar í kjördæmi hennar, Kraganum. Samkvæmt þeim er hún á leið út af þingi fyrir Framsóknarflokkinn.

Siv sagði að fall blasti við hjá flokknum um allt land og aðspurð sagði hún mjög erfitt að skýra hvers vegna Framsóknarflokknum gengi svona illa. Sjálfstæðislfokkurinn hefði rokið upp eftir farsælt stjórnarsamstarf flokkanna en sama væri ekki hægt að segja um Frmsókn.

Siv sagðist ekki farin að hugsa um það hvað tæki við ef hún næði ekki kjöri. Enn væri langt í land og hún hefði fjarri því gefið upp vonina.

Aðspurð hvort ekki yrði erfitt að vera í ríkisstjórn ef hún héldi velli og framsóknarmenn væru aðeins sjö á þingi sagði Siv að það væri ekki heppilegt að vera með veika ríkisstjórn. Meirihlutinn þyrfti helst að vera meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×