Innlent

Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað

Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið.

Guðmundur er sem kunnugt er á lista hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi og Steingrímur skipar heiðurssæti hjá Framsóknarflokknum í sama kjördæmi. Edda sagði að hún hefði stutt Steingrím dyggilega í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×