Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:44 Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst. Kosningar 2007 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst.
Kosningar 2007 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira