Merki sögð fengin að láni Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:23 Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa. Kosningar 2007 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa.
Kosningar 2007 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent