Innlent

Samfylkingin aftur næst stærsti stjórnmálaflokkurinn

Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið, og hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna. Könnunin er á lands vísu og fær Sjálfstæðisflokkur liðlega 40 prósent, Samfylkingin 23 og hálft prósent, Vinstri grænir rúmlega 17 og hálft, Framsóknarflokkur tíu prósent, Frjálslyndir fimm og hálft og Íslandshreyfingin 3,2 prósent. Samkvæmt könnuninni héldu stjórnarflokkarnir naumum meirihluta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×