Innlent

Út í hött að byggja upp samgöngumiðstöð áður en framtíð flugvallar ræðst

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Hún gengur þar með gegn stefnumörkun samgönguráðherra og nýsamþykktri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.

Á grundvelli samþykktar Alþingis á samgönguáætlun hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og segir hann að framkvæmdir geti hafist eftir átta mánuði.

Ríkisstjórnin er hins vegar ekki samstíga í þessu máli eins og fram kom í máli Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra á kosningafundi Stöðvar 2 í gær.

Athyglisverð voru sjónarmið eina flugmannsins í frambjóðendahópnum, Ómars Ragnarssonar, sem raunar er einn reyndasti flugmaður landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×