Innlent

Samfylkingin sækir í sig veðrið

MYND/GVA

Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capacent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent.

Samfylkingin fengi 17 þingmenn, tapaði þremur, en Vinstri - grænir fengju 13 þingmenn, bættu við sig átta. Sjálfstæðisflokkurinn bætir töluvert við sig líka og er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn með 40,8 prósent. Ef þetta gengi eftir myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig sex þingmönnum.

Framsókn dalar aftur á móti frá síðustu könnun og er nú með 7,9 prósent og fengi aðeins fimm þingmenn, missir sjö. Þrátt fyrir þetta halda stjórnarflokkarnir meirihluta á Alþingi.

Frjálslyndi flokkurinn mælist með 4,3 prósent og kæmi ekki manni á þing og aðrir flokkar mælast með enn minna fylgi. Könnun Capacent Gallups var gerð dagana 10. - 16. apríl þegar landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru haldnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×