Enski boltinn

Van Persie varla meira með á tímabilinu

MYND/Retuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum.

Var reiknað með að hann sneri til baka áður en tímabilinu lyki. Wenger segir hins vegar að bjartsýni að búast við honum í lok apríl og að sögn lækna sé betra menn hvíli sig sem best eftir svona meiðsli til þess að koma í veg fyrir að þau taki sig upp. „Ef hann getur aðeins spilað einn til tvo leiki [í lok tímabils] þá tökum við ekki áhættuna," segir Wenger í samtali við BBC.

Áður hafði verið tilkynnt að franski framherjinn Thierry Henry leiki ekki meira með Arsenal vegna meiðsla í kvið og nára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×