Innlent

Leynifundur D og VG er slúður segir Steingrímur J.

Steingrímur J. Sigfússon segir það rakalausan þvætting og slúður að hann og Geir Haarde hafi rætt mögulega stjórnarmyndun eftir kosningar á leynifundi í liðinni viku. Sagan sé runnin undan rifjum spunameistara framsóknarmanna og sé í raun alvarleg óheilindaásökun á Geir H. Haarde.

Um helgina hefur verið mikið slúðrað um meintan leynifund Geirs Haarde og Steingríms J. og hafa fylgt spekúlasjónir um að þar væru menn að kanna grunn að mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Þetta segir Steingrímur að sé rakalausan þvætting sem runnin sé undan rifjum spunastráka Framsóknarflokksins. Þar vísar Steingrímur til bloggsíðu Péturs Gunnarssonar sem birti fyrst þessa sögu - en Pétur hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Segir Steingrímur að þetta feli í sér alvarlega ásökun á Geir Haarde þar sem hann sé í raun borin þeim sökum að hafa rofið trúnað við Framsóknarflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×