Enski boltinn

Ívar byrjar fyrir Reading

NordicPhotos/GettyImages

Nú eru að hefjast fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Portsmouth, en þar er Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Heiðar Helguson er á bekknum hjá Fulham sem sækir Wigan heim og þá hafa Chelsea og Tottenham ákveðið að hvíla lykilmenn sína í dag fyrir slaginn í bikarnum á mánudaginn.

Didier Drogba og Michael Ballack eru á varamannabekk Chelsea í dag þegar liðið tekur á móti Sheffield United, en þar verður liðið að sigra til að minnka forskot Manchester United aftur niður í sex stig.

Aaron Lennon, Dimitar Berbatov og Robbie Keane eru allir á varamannabekk Tottenham þar sem liðið tekur á móti Watford á heimavelli, en Tottenham mætir Chelsea í aukaleik um sæti í undanúrslitum enska bikarsins á mánudagskvöldið - og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×